Pawel Bartoszek og Rannsóknarsetur um Nýsköpun og Hagvöxt, RNH, hljóta Frelsisverðlaun Kjartans Gunnarssonar 2014. Það er stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS) sem veitir verðlaunin.

Þetta er áttunda skiptið sem verðlaunin eru veitt en SUS hefur gert það á hverju ári frá árinu 2007. Verðlaunin hljóta einn einstaklingur og einn lögaðili, sem að mati stjórnar SUS hafa aukið veg frelsishugsjónarinnar á Íslandi.

Í rannsóknarráði RNH eru dr. Ragnar Árnason hagfræðiprófessor en hann er formaður þess, dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor í stjórnmálafræði og dr. Birgir Þór Runólfsson dósent í hagfræði. Þá eru í stjórn RNH Gísli Hauksson, sem jafnframt er formaður stjórnar, Jónas Sigurgeirsson og Jónmundur Guðmarsson. Jónas er framkvæmdastjóri RNH.

Fyrri verðlaunahafar:

  • 2007: Andri Snær Magnason og Andríki
  • 2008: Margrét Pála Ólafsdóttir og Viðskiptaráð Íslands
  • 2009: Davíð Scheving Thorsteinsson og Hugmyndaráðuneytið
  • 2010: Brynjar Nielsson og InDefence
  • 2011: Ragnar Árnason og Advice
  • 2012: Hannes Hólmsteinn Gissurarson og AMX
  • 2013: Gunnlaugur Jónsson og Samtökin '78