Yfirvöld í Suður Kóreu tilkynntu um helgina mögulegar björgunaraðgerðir sem styðja eiga við bakið á fjármálakerfinu þar í landi.

Í aðgerðum yfirvalda felst meðal annars um 11 milljarða Bandaríkjadala innspýting inn í hagkerfi landsins.

Um 75% af því fjármagni verður notað til að auka við opinberar framkvæmdir en restinni verður varið í skattalækkanir sem yfirvöld vonast til að auki veltu fjármagns í landinu.

Árin 1997 – 98 fór Suður Kórea í gefnum mikla efnahagslægð haft er eftir talsmanni fjármálaráðuneytisins að allt kapp verði lagt á að það árferði myndist ekki aftur.

Fyrir helgi var tilkynnt um gjaldeyrisskiptasamning við Seðlabanka Bandaríkjanna fyrir um 30 milljarða dali. Þá voru stýrivextir nýlega lækkaðir úr 5% í 4,25%.