Öllu starfsfólki Suðurgluggans ehf. sem gefur út fréttablaðið Gluggann, hefur verið sagt upp störfum að því er segir í frétt blaðsins.

Þar er haft eftir Þóru Þórarinsdóttur, eins eigenda Suðurgluggans, að uppsagnirnar til komnar vegna afar erfiðrar rekstrarstöðu í kjölfar efnahagsþrenginga í þjóðfélaginu. „Við erum að leita allra leiða til að uppsagnirnar þurfi ekki að taka gildi og við getum haldið áfram að gefa Gluggann út,” segir Þóra í blaðinu. „Það er ljóst að staðan er þröng, en við höldum í vonina um að okkur takist að halda áfram."

Fréttablaðinu Glugganum hefur verið dreift frítt heim til allra Sunnlendinga í fimm ár auk þess sem blaðið er opið til aflestrar á Netinu á http://www.sudurglugginn.is/ .