Nú hefur japanski bílaframleiðandinn Suzuki játað á sig að hafa notast við vitlausar eldsneytisprófunaraðferðir á bifreiðum sínum. Þessi uppljóstrun kemur í kjölfar þess að annar bifreiðaframleiðandi þar í landi, Mitsubishi, hefur játað á sig annars konar svindl á prófum.

Eftir játningu Mitsubishi hefur samgönguráðuneyti Japan fyrirskipað að gerðar verði frekari athuganir hjá öðrum fyrirtækjum, og standa nú yfir rannsóknir á heilindum aðferðafræði fyrirtækjanna þar í landi sem lúta lögum um eldsneytisprófanir.

Suzuki notaðist við vitlausa prófunaraðferð, en að eftir að upp komst um aðferðina voru gerðar tilraunir með rétta aðferð. Þá á hin nýja aðferð að hafa leitt í ljós hér um bil sömu niðurstöður og þær sem hin aðferðin gáfu af sér.