Tilnefningarnefnd Origo leggur til að Auður Björk Guðmundsdóttir komi inn fyrir Svöfu Grönfeldt í stjórn hugbúnaðarfyrirtækisins.

Stjórn Marel lagði á dögunum til að Svafa tæki sæti í stjórn félagsins í stað Ásthildar Margrétar Otharsdóttur, stjórnarformanns Marel, sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Svafa tók sæti í stjórn Origo í mars 2019 en hún situr einnig í stjórnum Össurar og Icelandair, þar sem hún er varaformaður.

Auður Björk Guðmundsdóttir er framkvæmdastjóri Two Birds ehf. en var framkvæmdastjóri hjá VÍS á árunum 2005 til 2018. Hún situr einnig í stjórn Íslandspósts, Internet á 14 Íslandi hf., Icelandic Trademark holding ehf. og Jata eignarhaldsfélags ehf. Auður er með B.A. gráðu í fjölmiðlafræði frá University of South Alabama, AMP gráðu frá IESE og MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík.

Í skýrslu tilnefninganefndar Origo fyrir aðalfund félagsins á fimmtudaginn næsta er lagt til að stjórn fyrirtækisins verði að öðru leyti óbreytt. Hún yrði því eftirfarandi:

  • Hjalti Þórarinsson, stjórnarformaður
  • Hildur Dungal, varaformaður stjórnar
  • Auður Björk Guðmundsdóttir
  • Guðmundur Jóhann Jónsson
  • Ívar Kristjánsson

Tilnefningarnefnd Origo skipa Eyþór Ívar Jónsson, Hanna María Jónsdóttir og Hildur Dungal.