Svafa Grönfeldt hefur tekið við nýju starfi sem aðstoðarforstjóri Actavis Group. Svafa hóf störf hjá Actavis árið 2004 sem Framkvæmdastjóri Stjórnunarsviðs. Ábyrgðarsvið hennar er að samtvinna stefnu og innra skipulag samstæðunnar ásamt því að stýra verkefnum sem lúta að aukinni skilvirkni í rekstri. Svafa mun verða staðgengill forstjóra og talsmaður hans og mun áfram verða hluti af framkvæmdastjórn fyrirtækisins.

Meginábyrgðarsvið Svöfu verða:
? Stýra daglegum rekstri höfuðstöðva Actavis.
? Vera talsmaður og staðgengill forstjóra samstæðunnar innan fyrirtækisins jafnt sem utan, eftir því sem þörf krefur.
? Fylgja eftir rekstraráætlunum deilda og dótturfélaga.
? Þróun skipulags og ferla.
? Stýra innleiðingu nýrra fyrirtækja í samstæðuna.
? Samhæfa vinnu framkvæmdastjórnar Actavis Group og framkvæmdateymis samstæðunnar.

Svafa Grönfeldt er doktor í vinnumarkaðsfræði frá London School of Economics and Political Science. Hún er með M.Sc. gráðu í starfsmanna- og boðskiptafræði frá Florida Institute of Technology og einnig með BA gráðu í stjórnmálafræðum og fjölmiðlun frá Háskóla Íslands. Svafa starfaði áður í EMEA-stjórnendateymi Deloitte ráðgjafar í Evrópu og var einn eigenda og framkvæmdastjóri ráðgjafar hjá IMG Deloitte á Íslandi. Svafa er lektor í rekstrarhagfræði við Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands og hefur stýrt stjórnendaþjálfun í Bandaríkjunum og Bretlandi.