*

fimmtudagur, 6. ágúst 2020
Erlent 4. janúar 2014 17:54

Svakalegt kort af hitatölum í Bandaríkjunum

Hér má sjá kort af Bandaríkjunum sem sýnir hitastig eða öllu heldur frost.

Ritstjórn

Fimbulkuldi fylgir vetrarstorminum Hercules sem nú herjar á austurhluta Bandaríkjanna og Kanada. Með óveðrinu berst gríðarlegt fannfergi og mikið frost eins og sést á korti sem birt er á vefsíðunni Gawker.com.

Fyrirsögnin á fréttinni með kortinu er: „Ekki fara út í dag!” Í fréttinni er fólk varað við að fara út úr húsi á meðan á frostinu stendur og jafnvel sagt að slíkt geti verið lífshættulegt. Eins og sést á kortinu er búist við brunagaddi á stórum svæðum í Bandaríkjunum og Kanada.