Sjaldan hafa fleiri góðar bækur komið út og stjörnum rignir. Viðskiptablaðið fékk nokkra rithöfunda, sem ekki gefa út bækur þetta árið, til að upplýsa lesendur um hvað er á þeirra óskalista.

Óska eftir ljóðum eða fræðibókum í jólagjöf

„Ég keypti mér þrjár nýjar bækur á einu bretti og er að lesa þær allar jöfnum höndum. Þetta eru skáldsögurnar eftir Vigdísi Grímsdóttur, Guðmund Andra Thorsson og Hallgrím Helgason. Þær eru mjög ólíkar, en ég er ánægð með skáldskapinn í þeim öllum,“ segir Kristín Marja Baldursdóttir. „Áður hafði ég keypt Hvernig ég kynntist fiskunum eftir Ota Pavel í þýðingu Gyrðis Elíassonar, hún er líka nýútkomin, og sumir kaflar hennar eru einstakir. Mig langar að lesa ótal fleiri bækur sem eru að koma út núna en ætla aðeins að hinkra, sjá hvað ættingjarnir fá í jólapakkann. Ég hef hins vegar óskað eftir ljóðabókum eða fræðibókum í jólagjöf, ég legg það ekki á mig að fara í uppnám á jólanóttu.“

Nánar í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð.