Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra og þingmaður VG, gefur kost á sér í 1. sæti í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna í komandi Alþingiskosningum. Svandís leiddi lista Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi suður í kosningumi, vorið 2009 og hefur setið á þingi síðan þá.

Fram kemur í framboðstilkynningu Svandísar að hún hefur gegnt embætti umhverfisráðherra frá sama tíma og embætti umhverfis- og auðlindaráðherra frá uppstokkun ráðuneyta.

Svandís leiddi borgarstjórnarlista VG í kosningum 2006 og var borgarfulltrúi VG á árunum 2006 til 2009. Hún sat á þeim tíma í skipulagsráði, menntaráði og borgarráði og í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur 2007 til 2009.