*

miðvikudagur, 26. júní 2019
Innlent 9. janúar 2017 16:05

Svandís kvartar yfir Bjarna Ben

Formaður þingflokks VG, Svandís Svavarsdóttir, hefur sent erindi til umboðsmanns Alþingis vegna tafa á skýrslubirtingu.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Svandís Svavarsdóttir, þingsflokksformaður Vinstri grænna, hefur sent erindi til umboðsmanns Alþingis, þar sem farið er fram á að embættið fjalli um hvort Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hafi gerst brotlegur við siðareglur ráðherra.

Byggir erindið á því að Bjarni hafi ekki birt skýrslu um eignir Íslendinga í aflandsfélögum strax og henni var skilað til ráðuneytisins, bygt á c-lið 6. greinar reglnanna, að því er fram kemur á mbl.is.

„Ráðherra leynir ekki upplýsingum sem varða almannahag nema lög bjóði eða almannahagsmunir krefjist þess að öðru leyti. Ráðherra ber að hafa frumkvæði að birtingu slíkra upplýsinga sé hún í almannaþágu.“

Í erindinu segir Svandís að skýrslunni hafi verið haldið frá almenningssjónum í aðdraganda kosninga sem hafi snúist að verulegu leyti um skattamál og -undanskot.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is