Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir
Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir

Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir hlaut flest atkvæði allra þeirra sem buðu sig fram í stjórn VR. Allsherjaratkvæðagreiðslu vegna kjörs fulltrúa kjörtíambilið 2014 – 2016 er lokið. Atkvæðagreiðslan stóð frá kl. 9:00 að morgni 6. mars og lauk á hádegi þann 14. mars. Alls kusu 1.948 en á kjörskrá var 29.821. Þátttaka var því 6,53%.

Fimmtán voru í framboði til sjö sæta í stjórn. Niðurstaða er sem hér segir:

Sjö stjórnarmenn til tveggja ára, skv. úthlutun m.t.t. til kynjaskiptingar eins og kveðið er á um í 20. gr. laga VR:

  • Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir
  • Benóný Valur Jakobsson
  • Dóra Magnúsdóttir
  • Sigurður Sigfússon
  • Ingibjörg Ósk Birgisdóttir
  • Bjarni Þór Sigurðsson
  • Harpa Sævarsdóttir

Þrír varamenn til eins árs:

  • Ólafur Reimar Gunnarsson
  • Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir
  • Gísli Kristján Gunnsteinsson

Framangreindir aðilar eru því réttkjörnir skv. 20. gr. laga félagsins og hefst kjörtímabil þeirra á aðalfundi VR fyrir árið 2014.