*

föstudagur, 18. september 2020
Innlent 28. ágúst 2018 14:20

Svanhildur kaupir í VÍS

Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, stjórnarmaður og fyrrverandi stjórnarformaður VÍS, keypti í félaginu í dag fyrir um 47,5 milljónir króna.

Ritstjórn
Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, stjórnarmaður í VÍS.

Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, stjórnarmaður og fyrrverandi stjórnarformaður VÍS, keypti í félaginu í dag fyrir um 47,5 milljónir króna. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Svanhildur keypti um 4,2 milljónir hluta á genginu 11,14 en fjöldi hluta eftir viðskiptin eru 141,65 milljónir hluta. 

Fyrr í dag var greint frá því að Helga Hlín stjórnarformaður VÍS hafi keypt í félaginu fyrir 1,1 milljón króna. En Helga Hlín tók við stjórnarformennsku af Svanhildi í byrjun sumars.