Klakki ehf. seldi í gær 15% hlut sinn í tryggingafélaginu VÍS, eða um 374 milljónir hluta. Söluverðmætið nam rúmum þremur milljörðum króna.

Hjónin Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Örn Þórðarson voru á meðal kaupenda í tryggingafélaginu. Svanhildur segir í samtali við mbl.is að félagið SNV Holding, sem er í eigu hjónanna, hefði keypt 3% hlut í félaginu.

Félagið verður þannig sjöundi stærsti hluthafi VÍS og miðað við núverandi markaðsverðmæti er hluturinn metinn á rúmar 600 milljónir króna.