Stjórn Vátryggingafélags Íslands, VÍS, hefur boðað til hluthafafundar í höfuðstöðvum félagsins, sem verður haldinn þann 10. nóvember.

Stjórn VÍS barst bréf frá hluthöfunum SNV Holding ehf. og Heddu eignarhaldsfélagi þar sem óskað eftir því að boðað verði til hluthafafundar þar sem kosið verði til stjórnar.

Sameiginlega eiga félögin 5,05% hlut í VÍS, en í samþykktum félagsins segir halda beri auka hluthafafund berist krafa um það frá hluthöfum sem hafa a.m.k. 5% hlut í félaginu.

SNV Holding og Hedda eignarhaldsfélag eru bæði í eigu hjónanna Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur og Guðmundar Arnar Þórðarsonar, sem áður áttu m.a. Skeljung áður en félagið var svo selt árið 2013.