Svanhvít Hrólfsdóttir hefur verið ráðin fjármálastjóri hjá NTC ehf. en hún starfaði nú síðast sem fjáramálastjóri hjá verktakafyrirtækinu LNS Saga ehf frá 2014. Frá 1993 starfaði hún sem fjármálastjóri hjá heildversluninni Karli K. Karlssyni ehf.,  frá 1999 sem framkvæmdastjóri til 2001 og stjórnarmaður til ársins 2004.

Svanhvít hefur einnig verið í eigin rekstri og rak í samstarfi við aðra Must ehf. og Emoll ehf. frá 2009-2011. Svanhvít hefur setið í stjórn Eyris Invest frá árinu 2013.

Svanhvít útskrifaðist með Cand Oecon próf í viðskiptafræði frá Haskóla Íslands árið 1993 og með MS gráðu í fjármálum fyrirtækja frá sama skóla 2013.

NTC ehf rekur verslanirnar Kultur, Kultur menn, Companys, Evu, Gallerí 17, GS skór, Focus, Urban, Karakter, Fló og Fransí, Smash, GK Reykjavík og Akkeri og starfa um 160 manns hjá fyrirtækinu.