Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir
Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir

Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir hefur verið ráðin til Stórveldisins. Hún hóf störf þar 2. Janúar. Eins og fram kemur í Viðskiptablaðinu í dag hefur Stórveldið ákveðið að setja tvær nýjar sjónvarpsstöðvar, Miklagarð og Bravó, í loftið.

Svanhildur mun vinna að markaðsmálum ásamt Sigmari Vilhjálmssyni, sem er einn eiganda Stórveldisins. „Ég verð í markaðsfulltrúahlutverki með Simma,“ segir Svanhildur, eða Svansí eins og hún er oftast kölluð.

Svanhildur hefur tæplega 24 ára reynslu af störfum á fjölmiðlum. Hún byrjaði að vinna á FM 95,7 árið 1990. Árið 1998 hóf hún störf á Stöð 2. Hún hefur bæði unnið í markaðsmálum á 365 miðlum og við dagskrárgerð í útvarpi.