Svanur mun leiða innleiðingu á þjónustustefnu Nýherja samstæðunnar og veita þjónusturáði forstöðu. Hans hlutverk er að tryggja samræmda og sem jákvæðasta upplifun viðskiptavina af þjónustu Nýherja og dótturfélaga; TM Software, Tempo og Applicon.

Svanur hefur undanfarin ár starfað sjálfstætt sem ráðgjafi og stjórnendaþjálfari og m.a. gegnt stjórnunarstöðum hjá Skapalón vefstofu, Landsbankanum, Símanum og Betware.

Hann lauk B.Sc. gráðu í hótelstjórnun árið 1998 og MBA gráðu frá Webber International University í Flórída í Bandaríkjunum árið 2000.