*

miðvikudagur, 4. ágúst 2021
Innlent 16. nóvember 2004 14:16

Sævar tekur við farsímasviðinu

Ritstjórn

Magnús Ögmundsson, framkvæmdastjóri farsímasviðs hjá Símanum mun láta af störfum um áramót eftir 12 ára starf. Hann mun taka við sem framkvæmdastjóri Lyst ehf. sem meðal annars rekur McDonalds. Sævar Freyr Þráinsson, hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri farsímasviðs Símans.

Sævar er viðskiptafræðingur, Cand Oecon frá Háskóla Íslands. Hann hefur starfað hjá Símanum frá árinu 1996 sem forstöðumaður ýmissa sviða. Sævar starfaði síðast sem forstöðumaður sölu- og vörustjórnunar gagnasviðs. Hann hefur einnig starfað sem forstöðumaður lausna- og þróunar auk þess að vera forstöðumaður fyrirtækjaþjónustu. Sævar vann sem markaðsstjóri hjá Nútíma samskiptum áður en hann hóf störf hjá Símanum.