Svar tækni, sölu og þjónustuaðili Acer á Íslandi og ákveðið að taka yfir ábyrgð á öllum Acer tölvum seldum af BT.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en þar kemur fram að undanfarið hefur verið mikil umræða um ábyrgðarleysi á vörum sem rafvörumarkaðurinn BT seldi áður en hann fór í gjaldþrot.

Þá kemur einnig fram að nýir eigendur hafa ekki tekið yfir ábyrgð sem fyrirtækið hefur áður gefið út og hefur þetta skapað viðskiptavinum þeirra mikið tjón. „Með þessu vill Svar tækni tryggja að notendur Acer tölva njóti sömu góðu þjónustu og þeir eiga að venjast þrátt fyrir ákvörðun nýrra eigenda BT,“ segir í tilkynningunni.

„Taka skal fram að BT sáu sjálfir um innflutning á Acer tölvunum og því er þessi ábyrgð veitt alfarið á kostnað þjónustuaðilans, Svar tækni og Acer.“

Þá kemur fram að ábyrgðin er mis löng eftir því hvaðan BT flutti inn tölvurnar, eða frá einu ári upp í tvö.

Þó er tekið fram að svo kölluð Kaskó ábyrgð sem BT seldi sérstaklega er ekki meðtalin í þessu þar sem það voru sér samningar BT án samráðs við framleiðendur og umboðsaðila.