Eins og fram kom í Viðskiptablaðinu á fimmtudag, og greint var frá á vef blaðsins í gær , njóta allir stjórnendur Íslandspósts, þ.e. forstjóri og fimm framkvæmdastjórar, bifreiðahlunninda sem felast í því að Íslandspóstur ýmist á eða leigir bifreiðir sem þeir hafa til afnota.

Fyrir um tveimur vikum sendi Viðskiptablaðið fyrirspurn til Íslandspóst þar sem spurt var um laun, hlunnindi eða önnur fríðindi helstu stjórnenda og stjórn félagsins, þ.m.t. síma- og bifreiðarhlunnindi. Þá var einnig spurt að því hvort Íslandspóstur ætti eða væri með á leigu bifreiðar sem notaðar væru í annað en póstdreifingu eða væru ekki auðkennismerktar félaginu.

Í síðustu viku barst svar þar sem vísað var í ársskýrsluna en að öðru leyti neitaði fyrirtækið að veita upplýsingar um laun og starfskjör einstakra starfsmanna. Strax í kjölfarið var ítrekuð spurningin um bifreiðar sem ýmist væru í eigu eða leigu fyrirtækisins, sem ekki væru notaðar til póstdreifingar eða væru ekki einkennismerktar Íslandspósti.

Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur þeirri spurningu ekki verið svarað.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.