Sveitastjórnarfulltrúi í Strandabyggð segir að það svari ekki kostnaði að byggja nýjar fasteignir á landsbyggðinni. Þessu greinir RÚV frá.

Jón Gísli Jónsson, sem situr í sveitarstjórn í Strandabyggð, segir í samtali við RÚV að hann hafi á dögunum ráðist í framkvæmdir og byggt hús á Hólmavík. Kostnaður við 105 fermetra íbúð var 29 milljónir króna. Þegar Jón reyndi að fá lán hjá Íbúðarlánasjóði með veði í búðinni var hún metin á 11 milljónir. Í dag er fasteignamat eignarinnar rétt rúmar 17 milljónir. Því segir hann að það svari ekki kostnaði að byggja hús á Hólmavík. Hann segist hræddur um að þetta sé svona alls staðar á landsbyggðinni.Jón telur að meðan ástandið sé svona sé enginn hvati til að byggja hús úti á landi og spyr hvernig uppbygging eigi þá að geta sér átt stað þar.