Fjármagn,“ segir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, aðspurð hvað standi í vegi góðrar internettengingu á landsbyggðinni. Eins og Viðskiptablaðið hefur greint frá eru internettengingar á landsbyggðinni víða óstöðugar og jafnvel ekki til staðar.

„Ef einkafyrirtæki á samkeppnismarkaði þyrftu ekki að verðleggja vörur sínar þannig að þau eigi fyrir framkvæmdakostnaði, og gætu sinnt öðrum uppbyggingarverkefnum samhliða, væri fyrirstaðan engin.“ Gunnhildur segir að Síminn horfi því til þess að fjárfestingar nýtist sem flestum. „Enda er Símanum skylt samkvæmt lögum að bjóða sama verð á landinu öllu fyrir sömu vöru – ólíkt til dæmis olíufélögunum.“ Gunnhildur segir Símann nú vinna að ljósnetvæðingu 53 þéttbýlisstaða á landinu. Hún bætir við að Síminn hvetji stjórnvöld til þess að efla Fjarskiptasjóð og fjölga framkvæmdum þar sem markaðsforsendurnar bresti. „ Það er einfaldlega svo að þótt það komi hugsanlega þjóðarbúinu til góða að tengja afskekkt svæði við internetið, og geti í kjölfarið jafnvel eflt þau og stuðlað að uppbyggingu þeirra, þá er einkafyrirtækjum ofviða að ráðast í verkið án þess að það komi fram í tekjum.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.