Efnahags- og viðskiptaráðuneytið boðar til blaðamannafundar kl. 16 í dag í Þjóðmenningarhúsinu vegna svarbréfs stjórnvalda til Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, vegna Icesave.

ESA sendi íslenskum stjórnvöldum áminningarbréf í maí í fyrra vegna Icesave. Stofnunin telur að Íslendingum beri að tryggja greiðslu á lágmarkstryggingu til breskra og hollenskra sparifjáreigenda. Lágmarkstrygging er rúmlega 20 þúsund evrur.

Íslensk stjórnvöld hafa meðal annars lagt fram þau rök að að þetta eigi ekki við í algjöru efnahagshruni eins og hér varð. Nægilegt hafi verið að koma á fót Tryggingasjóði innstæðueigenda og fjármagnseigenda, í samræmi við tilskipun EES.