Færeyska olíuleitarfyrirtækið Atlantic Petroleum (hér eftir Atlantic) var fyrir tæpum tveimur árum nærri að hruni komið og á fyrri hluta síðasta árs var mikil óvissa um endurfjármögnun og skuldauppgjör félagsins. Í kjölfarið var félagið sett á Athugunarlista Kauphallarinnar hér á landi þar sem það er skráð

Verulegur viðsnúningur hefur orðið á rekstri félagsins nú. Lausafjárstaðan hefur aukist og verulega hefur grynnkað á skuldum. Gangi áætlanir félagsins eftir má gera ráð fyrir miklu tekjustreymi á næstu árum.

Ben Arabo, sem nýlega tók við sem forstjóri félagsins, var staddur hér á landi fyrr í þessum mánuði og gafst blaðamanni Viðskiptablaðsins færi á að hitta hann og fara yfir stöðu Atlantic.

Ben segir að félagið geri ráð fyrir hagnaði á næsta ári í efnahagsreikningi félagsins en það yrði þá í fyrsta sinn. Fyrsti rekstrarhagnaður félagsins kom til á fjórða ársfjórðungi 2008 en EBIT hagnaður hingað til hefur verið enginn.

Sem fyrr segir hefur töluverður viðsnúningur orðið í rekstri Atlantic á þessu ári og EBIT hagnaður félagsins fyrstu níu mánuði þessa árs nemur tæpum 94 milljónum danskra króna (DKK) á meðan EBITDA hagnaður var um 109 milljónir DKK.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .