Aðdáendur Stjörnustríðsbálksins í Taílandi klæddu sig upp sem Svarthöfða og liðsmenn stormsveitar hans í tilefni af Stjörnustríðsdeginum, sem rennur upp 4. maí næstkomandi, þ.e. næsta sunnudag. Aðdáendurnir gáfu blóð og ætla að setjapening sem þeir fá fyrir blóðgjöfina í sjóð sem á að nýta til að byggja munaðarleysingjahæli.

Stjörnustriðsdagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur í Toronto í Kanada 4. maí árið 2011 og sá næsti árið eftir. Í fyrra tók bandaríski afþreyingarisinn Disney við keflinu með hátíðahöldum og öðrum viðburðum sem tengjast Stjörnustríðsmyndunum.

Fyrsta Stjörnustríðsmyndin var frumsýnd í maí árið 1977 og fylgdu tvær í kjölfarið. Í maí árið 2005 var svo fyrsta myndin af næstu þremur frumsýnd. Disney keypti Lucasfilm, sem hefur gert Stjörnustríðsmyndirnar til þessa, í fyrrahaust. Áform eru um að frumsýna næstu myndina í bálkinum á næsta ári. Myndirnar sex sem hafa verið gerðar til þessa hafa skilað tæpum 4,4 milljörðum dala í kassann. Það svarar til tæpra 490 milljarða íslenskra króna.