Viðskiptavæntingar framleiðenda í Þýskalandi hafa ekki verið lægri í 7 ár og lækka í júlí um 4% frá fyrri mánuði. Er það einkum vegna hækkandi heimsmarkaðsverðs á olíu og hærri stýrivaxta á evrusvæðinu, en þeir voru hækkaðir í 4,25% fyrr í þessum mánuði. Þetta kemur fram í Hálffimm fréttum Kaupþings.

Svartsýni franskra framleiðenda eykst einnig, en viðskiptavæntingar þar í landi hafa ekki verið lægri síðan í maí 2005. Hagvöxtur hefur minnkað þar í landi, bæði vegna verðbólga og vegna þess að sterk staða evrunnar hefur dregið úr útflutningi.