Væntingar meðal þýskra fjármálasérfræðinga og stofnanafjárfesta drógust saman í október sökum djúpstæðra áhyggna um áhrif fjármálakreppunnar á hagkerfi landsins.

Um er að ræða hina svokölluðu ZEW-væntingavísitölu sem Center for European Economic Research framkvæmir mælingar á.

Samkvæmt mælingunni þá var vísitalan -63 stig í október sem er mun minna en í mánuðinum þar á undan en þá mældist vísitalan -41,1.

Sögulegt meðaltal ZEW-vísitölunnar er 27,5 og því er ljóst að stemmningin í Þýskalandi er ekki með besta móti.

Samkvæmt Center for European Economic Research að streitan á alþjóðlegum fjármálamörkuðum hafi leitt til þess að væntingar manna fari nú dvínandi og líkur séu á að ástandið muni jafnframt hafa áhrif á þýsk útflutningsfyrirtæki en þau eru ein veigamesta stoðin í hagkerfi landsins.

Jafnframt telja sérfræðingar stofnunarinnar að ástandi muni einnig draga úr einkaneyslu í þýska hagkerfinu.