Væntingar stjórnenda í þýsku viðskiptalífi um efnahagshorfur næstu mánuði eru heldur dræmar um þessar mundir. Þeir hafa ekki verið svartsýnni í tvö ár, ef marka má niðurstöður Ifo-stofnunnarinnar í Þýskalandi. Væntingarvísitala stofnunnarinnar mælist nú 105,3 stig samanborið við 106,9 stig í maí og hafa aðrar eins tölur ekki sést síðan í mars árið 2010.

Þetta er örlítið meiri svartsýni en meðalspá Bloomberg-fréttaveitunanr gerði ráð fyrir.

Bloomberg-hefur eftir Stellu Wei Wang, sérfræðingi hjá fjármálafyrirtækinu Nomura í London að skuldavandinn á evrusvæðinu skýrir svartsýnina að mestu leyti. Hætt sé við að vandinn versni nái stjórnmálamenn ekki að koma sér saman um lausn á honum.

Skuldavandinn og lækkun matsfyrirtækisins Moody's á lánshæfi 15 fjármálafyrirtækja og banka í Evrópu og í Bandaríkjunum í gær hefur skilað sér í lækkun á helstu hlutabréfamörkuðum.