*

föstudagur, 14. ágúst 2020
Innlent 12. júní 2012 10:24

Svartsýnisspár um áhrif gjaldeyrishafta hafa ræst

Tveir lögfræðingar segja sárafá orðið gera ráð fyrir því að gjaldeyrishöftum verði aflétt um þarnæstu áramót.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Flest bendir til að svartsýnisspár þeirra sem gagnrýndu gjaldeyrishöft Seðlabankans við innleiðingu þeirra fyrir að verða fjórum árum og neikvæð langtímaáhrif þeirra á hagkerfið virðast vera að ganga eftir. Fremur hafa höftin verið hert, Seðlabankanum veittar víðtækar heimildir til eftirlits með gjaldeyrisviðskipti og virðist viðhorf stjórnvalda almennt orðið fjandsamlegt fjárfestum.

Þetta segja lögfræðingarnir Andri Gunnarsson og Páll Jóhannesson í aðsendri grein í síðasta tölublaði Viðskiptablaðsins.

Þeir benda m.a. á að upphaflega hafi höftin átt að vara í skamman tíma og boðað að þau yrðu endurskoðuð strax 1. mars 2009. Í raun séu engin teikn á lofti að þau verði afnumin í bráð og virðast sárafáir gera ráð fyrir að þeim verði aflétt 31. desember 2013 eins og núverandi lög geri ráð fyrir.

Greinina má nálgast í heild sinni hér