Ljóst er að hlutabréf á Íslandi halda áfram að falla og óhætt að segja að mánudagurinn sé svartur, eða réttara sagt rauður þegar horft er á lækkanir. Samkvæmt upplýsingum frá M5 hefur vísitalan lækkað um 3,65% og er vísitalan komin niður fyrir 7.000 stig en hæst fór hún yfir 9.000 stig. Þetta er ein mesta dagslækkun í kauphöllinni frá upphafi.

Það eru bankarnir sem vikta þyngst í lækkunum dagsins og hefur Exista [ EXISTA ] lækkað um 5,80% Straumur-Burðarás [ STRB ] lækkað um 5,31% og Kaupþing [ KAUP ] um 4,38%, Spron [ SPRON ] lækkar um 4,35% og er gengið um 12.

Atlantic Petrolium [ FO-ATLA ]skoppaði til baka með 14,66% hækkun eftir talsverða lækkun fyrir helgi, Icelandair [ ICEAIR ] hækkaði um 1,22% og Alfreska [ A ] um 0,48%.