*

sunnudagur, 18. ágúst 2019
Fólk 2. júlí 2016 10:31

Svava í stjórn Kolibri

Svava Bjarnadóttir hefur tekið sér sæti í stjórn fyrirtækisins Kolibri

Ritstjórn
Aðsend mynd

Svava Bjarnadóttir hefur tekið sæti í stjórn hugbúnaðarfyrirtækisins Kolibri. Hún er framkvæmdastjóri og eigandi Kapituli ehf. Svava er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands þar sem hún lauk Cand. oecon. prófi með áherslu á fjármál fyrirtækja. Stjórn Kolibri skipa nú Ari Viðar Jóhannesson, Daði Ingólfsson, Guðjón Guðjónsson og Pétur Orri Sæmundsen auk Svövu.

Svava er stjórnarformaður hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum og er varamaður í stjórn Landsnets. Hún sérhæfir sig m.a. í stjórnendamarkþjálfun, leiðtogaþjálfun, rekstrar- og stjórnunarráðgjöf og stefnumótun hjá Kapitula.

Svava var ein af hluthöfum Mannvits og fjármálastjóri félagsins á árunum 2000-2012 og gegndi jafnframt stöðu mannauðsstjóra um tveggja ára skeið. Svava kom að stofnun Strategíu árið 2013 og sinnti þar ráðgjafarstörfum. Hún hefur setið í stjórnum Stefnis, Admon og Strategíu.

Stikkorð: Fólk Stjórn Kolibri Svava Bjarnadóttir