*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 24. nóvember 2011 16:23

Svavar sakfelldur fyrir ein ummæli um Pálma í Fons

Hæstiréttur hefur snúið við úrskurði Hæstaréttar. Svavar Halldórsson þarf að greiða Pálma Haraldssyni 200 þúsund í miskabætur.

Ritstjórn
Pálmi Haraldsson sem fær 200 þúsund krónur í miskabætur frá Svavari Halldórssyni.

Hæstiréttur snéri við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur og dæmdi Svavar Halldórsson til að greiða Pálma Haraldssyni, sem löngum hefur verið kenndur við fjárfestingarfélagið Fons, 200 þúsund krónur í miskabætur vegna ummæla um hann í fréttum RÚV í mars. María Sigrún Hilmarsdóttir, sem var fréttaþulur sama kvöld og fréttin var send út, og Páll Magnússon útvarpsstjóri voru sýknuð.

Pálmi stefndi Svavari vegna fréttar hans um lánveitingu frá Glitni upp á 2,5 milljarða króna. Skiptastjóri Fons hefur leitað fjárins án árangurs og hefur það ekki verið greitt til baka.

Svavar sagði orðrétt um lánveitinguna í fréttinni: „... en þeir peningar finnast hins vegar hvergi.“ Þau voru dæmd ómerk.

Frétt vb.is um sýknudóm héraðsdóms.