Hið íslenska svefnrannsóknafélag styður eindregið meginmarkmið tillögunnar en vekur í umsögninni athygli á markvissari leið: lagafrumvarpi.

Meðfylgjandi er greinargerð félagins til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, en meðlimir félagsins eru 63 fagaðilar af fjölmörgum fræðasviðum heilbrigðisvísindanna sem stunda rannsóknir á svefni og vöku ásamt vandamálum og sjúkdómum sem tengjast truflun á svefni.

Félagið hefur staðið fyrir undirskriftasöfnun á netinu til stuðnings efnis þessarar tillögu og hafa þegar tæplega 5000 Íslendingar skrifað undir.