Í dag tók Fjármálaeftirlitið ákvörðun um hækkun sveiflujöfnunarauka í samræmi við tilmæli fjármálastöðugleikaráðs.

Verður þá sveiflujöfnunaraukinn 1,25% á innlendar áhættuskuldbindingar fjármálafyrirtækja sem lögin ná til og tekur hann gildi 12 mánuðum eftir ákvörðun stofnunarinnar eða 1. nóvember 2017.

Á að auka viðnámsþrótt fjármálakerfisins

Sveiflujöfnunaraukinn er til viðbótar við ákveðinn eiginfjárauki sem tiltekin kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki verða að viðhalda en megintilgangur hans er að auka viðnámsþrótt fjármálakerfisins.

Á hann að veita fjármálafyrirtækjum aukið svigrúm til útlána í fjármálaniðursveiflu, en til þess á að byggja upp sveiflujöfnunaraukann við hagfelldar aðstæður. Það er þegar saman fer uppsveifla fjármála- og hagsveiflunnar. Þá verður hægt að losa hann að hluta eða að fullu við fjármálaniðursveiflu.