Hlutabréfamarkaðir lækkuðu í Asíu í dag eftir að hafa hækkað í byrjun dags, eftir að í ljós kom að tap Credit Suisse bankans á ársfjórðungnum var meira en búist var við. Næststærsti stálframleiðandi Japan, JFE Holdings, lækkaði einnig eftir að tilkynnt var um minni hagnað félagsins en áður.

MSCI Kyrrahafs vísitalan lækkaði um 0,3% í dag. Í Japan hækkaði Nikkei vísitalan um 0,38% eftir að hafa sveiflast 15 sinnum milli hækkunar og lækkunar, og í Ástralíu lækkaði S&P 200 vísitalan um 0,65%. Hang Seng vísitalan í Hong Kong hækkaði um 1,76% og Straits vísitalan í Singapúr um 1,08%.