Nokkrar sveiflur hafa verið á verði olíu á hrávörumarkaði að undanförnu. Eftir miklar hækkanir í 89 dollara á tunnu í byrjun maí féll verðið niður fyrir 70 dollara um miðjan mánuðinn. Það reis síðan á ný upp í rúma 73 dollara. Eftir helgina lækkaði svo verð á mörkuðum og hefur haldið áfram að lækka í morgun. Þannig er verðið nú 72,43 dollarar á tunnu hjá Brent í London og 71,96 dollarar hjá WTI í New York.