Seðlabankinn Stýrivaxtafundur 16.03.11
Seðlabankinn Stýrivaxtafundur 16.03.11
© BIG (VB MYND/BIG)
Hrein erlend staða Seðlabanka Íslands lækkaði um tæpa 15 milljarða króna í júlí og stendur nú í 529,4 milljörðum króna. Staðan hafði batnað mikið í júnímánuði þegar hún jókst um 128,3 milljarða króna. Sveiflurnar á milli júní og júlí 2011 eru þær mestu á milli mánaða sem átt hafa sér stað frá því í október 2008, þegar íslenska fjármálakerfið hrundi. Ein ástæða þeirra er sú að bankinn keypti evrur gegn greiðslu í ríkisverðbréfum í júní. Bankinn keypti síðan íslenskar krónur gegn greiðslu í erlendum gjaldeyri í júlí. Þetta kemur fram í hagtölum um erlenda stöðu Seðlabankans sem birtar voru á þriðjudag. Alls nema erlendar eignir Seðlabankans 856,4 milljörðum króna en skuldirnar 327,1 milljarði króna.