Helstu hlutabréfamarkaðir bæði hækkuðu og lækkuðu í Asíu í dag og svo virðist sem miklar lækkanir í gær hafi að einhverju leyti gengið til baka. Markaðir bæði í Asíu og í Evrópu brugðust illa við úrslitum kosninga í Grikklandi og Frakklandi þar sem vinstri menn náðu völdum í báðum löndunum.

MSCI Kyrrahafsvísitalan lækkaði um 0,3% í morgun eftir að hafa dansað í kringum núllið undir lok dags.

Í Japan hækkaði Nikkei vísitalan þó um 0,7%, en í gær lækkaði vísitalan um 2,8% og hafði þá ekki lækkað jafn mikið á einum degi í hálft ár. Góð uppgjör ýmissa rafmagnstækjaframleiðanda í Japan hafði þó jákvæð áhrif á markaði í Japan í dag.

Í S-Kóreu hækkaði Kospi vísitalan um 0,5% og í Ástralíu hækkaði S&P 200 vísitalan um 0,3%. Í Kína lækkaði CSI 300 vísitalan um 0,3% og í Hong Kong lækkaði Hang Seng vísitalan um 0,5%.

Hlutabréf um Evrópu hafa þó lækkaði það sem af er degi en nú hafa flestir markaðir verið opnir í tæpa tvo tíma. Lækkunin er þó ekki mikil, nemur í flestum tilvikum á bilinu 0,2-0,4%. Í París hefur CAC 40 vísitalan þó lækkað um 1,7% það sem af er degi.