Arion banka varð ekki að ósk sinni um að ryðja Sveini Andra Sveinssyni úr starfi skiptastjóra Wow air. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Bankinn hafði krafist þess að Sveinn Andri yrði úrskurðaður vanhæfur til verksins sökum starfa sinna sem lögmaður Datacell og Sunshine Press í málum gegn Valitor. Valitor er í eigu Arion banka, en hann er auk þess stór kröfuhafi í þrotabú Wow air.

Mbl.is hefur eftir fulltrúa Arion, sem viðstaddur var uppkvaðningu úrskurðarins, að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort hann verði kærður til Landsréttar.