Lögmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson hefur krafið DV, Reyni Traustason ritstjóra og blaðamanna á DV um 10 milljónir króna í skaðabætur vegna umfjöllunar um hann í blaðinu í byrjun ágúst. Í blaðinu var fjallað um samband hans við 16 ára stúlku og barn hennar og Sveinn sagður faðir þess. Þá voru birt tölvuskeyti sem fóru á milli Sveins og stúlkunnar.

Fram kemur á vef Ríkisútvarpsins (RÚV) að Sveinn Andri telji að með umfjölluninni hafi verið vegið með alvarlegum hætti að friðhelgi einkalífs hans. Fram kemur í kröfunni að veittur er frestur til 6. september næstkomandi til að verða við henni að öðrum kosti höfði hann dómsmál.

RÚV segir Reyni hafa svarað kröfunni og ekki sjá ástæðu til að biðja Svein afsökunar. Honum sé hins vegar velkomð að tjá sig um málð í DV og útskýra sína hlið á ástarsambandinu við stúlkuna.