Þrír þekktir hæstaréttarlögmenn hafa hætt eða eru við það að láta af störfum hjá Lögfræðistofu Reykjavíkur. Þetta eru Þeir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, Sveinn Andri Sveinsson og Lárentsínus Kristjánsson en allir hafa þeir starfað á Lögfræðistofu Reykjavíkur um árabil.

Lögfræðistofa Reykjavíkur hefur verið með stærri lögfræðistofum í Reykjavík en þar munu áfram starfa hæstaréttarlögmenn á borð við Ólaf Garðarsson, Tómas Jónsson, Jóhannes Albert Sævarsson og Guðrún Helga Brynleifsdóttir. Að sögn þeirra sem nú eru að færa sig annað sem og þeirra sem eftir sitja hefur ekki verið ágreiningur um rekstur stofunnar.

Vilhjálmur H. opnaði í byrjun vikunnar eigin stofu við Vatnsstíg í Reykjavík, Sveinn Andri vinnur nú að því að flytja sig um set og mun hefja eigin rekstur. Lárentsínus mun síðar í þessum mánuði hefja störf á Lögfræðistofu Jónasar Þórs Guðmundssonar í Hafnafirði.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Meðal efnis í Viðskiptablaðinu:

  • Tveir aðstoðarmenn fengu væna launahækkun
  • Seldu stóra hlut í VÍS
  • Óheppilegt að hluthöfum Vodafone fækkar
  • Of lítið um hvatagreiðslur á Íslandi
  • Auka stofnfé í sparisjóði
  • Uppgjör VÍS og TM umfram væntingar
  • Búist við meiri halla á fjárlögum
  • Komin með umboð til kjarasamningsgerðar
  • Hagnaður bankanna minnkar
  • Laun stjórnenda hækka mest
  • Ókeypis tjaldsvæði heyra sögunni til
  • Öryggisvottun Umslags
  • Kvikmyndahúsin eru með mismunandi áherslur
  • Nærmynd af Ragnheiði Elínu Árnadóttur, nýjum iðnaðar- og viðskiptaráðherra.
  • Óðinn skrifar um uppbyggingu eða óreiðu í skuldamálum
  • Þingmaðurinn Frosti Sigurjónsson skammast sín fyrir að horfa sjónvarpsþættina um Merlin
  • Huginn & Muninn eru á sínum stað auk Týs sem nú skrifar um gamla og nýja handaflið í stóriðjunni
  • Þá eru í blaðinu myndasíður, pistlar, lífið eftir vinnu, það helsta úr VB sjónvarpi og margt, margt fleira