Sveinn Andri Sveinsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármála- og upplýsingatæknisviðs Icebank. Sveinn Andri hefur verið framkvæmdastjóri Hands Holding hf. frá desember 2006, eignarhaldsfélags í upplýsingatæknigeiranum með starfsemi í fimm löndum.  Áður en Sveinn Andri hóf störf hjá Hands Holding var hann framkvæmdastjóri fjármálasviðs EJS og hluta af tímanum einnig framkvæmdastjóri EJS Group, segir í frétt frá Icebank.

Sveinn Andri var framkvæmdastjóri fjármálasviðs Norðurljósa og Íslenska útvarpsfélagsins frá 1996. Fyrir þann tíma starfaði Sveinn Andri m.a. hjá KPMG og Connecticut Bank and Trust ásamt því að kenna við Verslunarskóla Íslands.

Hann er viðskiptafræðingur af endurskoðunarsviði frá Háskóla Íslands og útskrifaðist þaðan árið 1988.