*

mánudagur, 2. ágúst 2021
Innlent 14. febrúar 2006 10:28

Sveinn ráðinn framkvæmdastjóri hjá Símanum

Ritstjórn

Sveinn Tryggvason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri hjá Símanum á nýju sviði sem kallast Stjórnun viðskiptaferla. Í frétt félagsins kemur fram að hlutverk hins nýja sviðs er að halda utan um og samhæfa þau ferli sem starfsemi Símans byggir þjónustu sína á með hliðsjón af heildarsýn Símans um Stafræna tilveru og Stafræn viðskipti eins og stefna Símans á einstaklings- og fyrirtækjamarkaði kallast.

Sviðið skiptist í fjórar deildir: verkefnastjórnun, upplýsingakerfi, öryggis- og gæðastjórnun og fasteignadeild.

Sveinn útskrifaðist með M.Sc. gráðu í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Álaborg árið 2000. Undanfarin misseri hefur Sveinn verið forstöðumaður Eignarhluta hjá Símanum og þar áður var hann rekstrarráðgjafi hjá PricewaterhouseCoopers og IBM Business Consulting Services.

Sveinn er kvæntur Lindu Pálsdóttur félagsráðgjafa og eiga þau þrjár dætur.