Sveinn Tryggvason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Tæknivara hf. Ásgeir Sverrisson, sem áður gegndi starfi framkvæmdastjóra, hefur látið af störfum.

Sveinn útskrifaðist með M.Sc. gráðu í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Álaborg árið 2000. Hann hefur meðal annars starfað hjá Símanum sem framkvæmdastjóri Stjórnunar viðskiptaferla og áður sem forstöðumaður Eignarhluta hjá félaginu. Áður var hann rekstrarráðgjafi hjá PricewaterHouseCoopers og IBM business Consulting Services.

Tæknivörur flytur inn farsíma og er umboðsaðili fyrir nokkur af stærri farsímaframleiðendum í heiminum, til dæmis Sony Ericsson, LG og Samsung.

16:15 viðbót:

Í fréttinni í dag kom fram að Ásgeiri hafi verið sagt upp störfum. Ásgeir segir það ekki rétt. Hann segir að hann hafi sagt upp störfum 1. október sl. Hann segir ástæðu uppsagnar vera þá að fyrirtækið sé nú í söluferli og að hann vilji ekki binda hendur nýrra eigenda.