Á aðalfundi Evrópusamtakanna á föstudaginn var Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, útnefndur Evrópumaður ársins 2005 en þetta er í þriðja skiptið sem Evrópusamtökin veita þessa viðurkenningu. Í máli Andrésar Péturssonar, formanns Evrópubandatakanna, kom fram að Sveinn fengi viðukenninguna vegna elju sinnar og SI við að kynna Evrópumálin fyrir Íslendingum. Áður hafa þeir Einar Benediktsson, fyrrverandi sendiherra, og Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, hlotið þessa viðurkenningu.

Á aðalfundinum var jafnframt kosin ný stjórn Evrópusamtakanna en hana skipa:

Andrés Pétursson skrifstofustjóri
Svanfríður Jónasdóttir, fv. alþingismaður
Guðmundur Hallgrímsson, lyfjafræðingur
Guðjón Hauksson, starfandi stjórnarformaður Gripið&Greitt
Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins
Lilja Alfreðsdóttir, sérfræðingur á alþjóðasviði Seðlabankans

Í varastjórn eru:

Helgi Pétursson, kynningarstjóri Orkuveitunnar
Ari Skúlason, hagfræðingur
Úlfar Hauksson, stjórnmálafræðingur

Á fundinum hélt Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Íslandsbanka, erindi um stöðu íslensku krónunnar.