*

miðvikudagur, 29. janúar 2020
Innlent 23. maí 2019 11:16

Sveinn Valfells sýknaður

Sveinn Valfells var sýknaður af kröfu systkina sinna, Ársæls Valfells, Nönnu Helgu Valfells, og föður síns.

Ritstjórn
Ársæll Valfells, bróðir Sveins Valfells.
Haraldur Guðjónsson

Sveinn Valfells var sýknaður af kröfu systkina sinna, Ársæls Valfells, Nönnu Helgu Valfells, og föður síns og alnafna Sveins Valfells, í Hæstarétti á þriðjudag. Fjölskylduerjur hafa verið í Valfells-fjölskyldunni en þær snúa að félaginu Vesturgarði sem á m.a. húsnæði Hagkaups í Skeifunni, Kjörgarð við Laugaveg og Faxafen 8.

Gert var hluthafasamkomulag í félaginu Vetrargarði 2010 þar sem aðilar féllust á að framselja ekki hluti í félaginu nema með leyfi allra hluthafa. Sveinn Valfells eldri seldi alla hluti sína í Vesturgarði árið 2014 til félagsins, Neutrino Ltd. á eyjunni Mön og í kjölfarið voru sömu hlutir framseldir til Damocles Services Ltd. í Kanada sem var í eigu hans.

Þar sem samþykki Sveins yngri lá ekki fyrir fór hann fram á að hluthafasamkomulaginu yrði rift vegna vanefnda sem Hæstiréttur féllst á að stæðist lög.