Næstkomandi föstudag, þann 17. maí, munu Ingó og Veðurguðirnir slá upp alíslensku sveitaballi í hinum fornfræga Hreðavatnsskála í Borgarfirði. Í frétt Skessuhorns segir að nokkuð sé síðan dansleikur var síðast haldinn á þessum sögufræga stað sem hýst hefur ófá sveitaböllin síðustu 80 árin.

Hreðavatnsskáli er fyrir löngu orðinn hluti af sögunni sem vinsæll áningarstaður, ekki síst hjá vegfarendum á leið milli landshluta. Skessuhorn hefur áður greint frá þ hafa nú nýir eigendur tekið við skálanum og að unnið sé að endurbótum á húsnæðinu. Stefna nýrra eigenda er að hefja Hreðavatnsskála til vegs og virðingar en hann fagnar 80 ára afmæli í ár.