Sjö sveitarfélög á Norðurlandi hafa stofnað einkahlutafélagið GáF ehf. og er tilgangur félagsins að undirbúa kaup, eignarhald og leigu á hluta jarðarinnar Grímsstaða á Fjöllum í Norðurþingi. Um er að ræða félagið sem mun leigja Kínverjanum Huang Nubo jörðina á Grímsstöðum, sem hefur sýnt því áhuga að reisa m.a. hótel og golfvöll á svæðinu.

Sveitarfélögin sem standa að GáF ehf. eru Akureyrarkaupstaður, Norðurþing, Grýtubakkahreppur, Vopnafjarðarhreppur, Vopnafjörður, Hörgársveit og Fljótsdalshérað. Formaður stjórnar GáF ehf. er Bergur Elías Ágústsson en hann er jafnframt sveitarstjóri Norðurþings.