„Við höfum staðið skil á öllum okkar skuldbindingum og munum gera það áfram,“ segir Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, spurður að því hvort hann sjái fram á vandræði varðandi greiðslu lána sem eru á gjalddaga á næstunni.

Lúðvík segir að Hafnarfjarðarbær sé, eins og önnur sveitarfélög, að bíða eftir lánafyrirgreiðslu frá Lánasjóði sveitarfélaga.

Hann segir að ákveðinn lausafjárskortur sé hjá sveitarfélögum en að væntingar standi til þess að ástandið lagist til lengri tíma með þeirri fyrirgreiðslu sem Lánasjóður sveitarfélaga hyggst veita.

_______________________________________

Nánar er fjallað um  málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .