Sveitarfélög landsins og fyrirtæki í þeirra eigu skulda 567 milljörðum króna. Áætluð endurfjármögnunarþörf þeirra á næstu þremur árum nemur 27,3 milljörðum króna á næstu þremur árum.

Þetta er á meðal þess sem fram kemur í svari Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra við fyrirspurn Lúðvíks Geirssonar á Alþingi um skuldir sveitarfélaga og endurfjármögnun þeirra.

Fram kemur í svarinu að fimm sveitarfélög eiga megnið af skuldastabbanum eða 457,9 milljarða króna. Reykjavíkurborg skuldar langmest eða 305,9 milljarða króna. Hin sveitarfélögin eru Kópavogsbær, Hafnarfjörður, Reykjanesbær og Akureyrarkaupstaður.

Nánar má lesa um svör Ögmundar hér